Fréttir

1.11.2005

Paul Harris félagar

Á velheppnaðri árshátíð klúbbsins 22. október sl. voru tveir félagar heiðraðir fyrir störf sín í þágu klúbbsins. Það voru þeir Almar Grímsson, rf. 30. maí 1985, forseti 2002-3 og Guðni Gíslason, rf. 18. janúar 1996, verðandi forseti. Afhenti forseti klúbbsins, Kristján Stefánsson þeim viðurkenningaskjal, orðu og jakkapinna því til staðfestingar. Paul Harris félagi var fyrst útnefndur 1978 og eru Paul Harris félagarnir í klúbbnum orðnir 38, 14 þeirra eru látnir. Á myndinni óska þeir hvor öðrum til hamingju, Guðni til vinstri og Almar hægra megin. - Ljósm.: Helga Ragnheiður Stefánsdóttir.

Hfj_haus_01