Fréttir
Heimsókn til Akraness
Fyrirlestur Gunnhildar Sigurðardóttir um dvöl sína í Suður-Afríku hefur vakið athygli og nú flutti hún hann á fundi hjá Rótarýklúbbi Akraness. Tækifærið var nýtt og nokkrir félagar fóru með, þau Guðni Gíslason, Gylfi Sigurðsson, Hallfríður Helgadóttir og Sigurður Hallgrímsson en Halla var að koma á heimaslóðir en faðir hennar var félagi í Rótarýklúbbnum og hafði hún farið tvívegis út sem skiptinemi á hans vegum. Fyrirlestur og myndir Gunnhildar vakti upp margar spurningar og voru umræður fjörugar. Þetta var mjög ánægjuleg ferð og alltaf gaman að heimsækja aðra klúbba.Ljósm.: Lárus Ársælsson.