Fréttir
Góð heimsókn umdæmisstjóra
Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri Rótarýs fékk fulla athygli þegar hann ávarpaði félaga í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar í dag. Honum var fagnað með rótarýsöng úr hans klúbbi, söng eftir Björn Dagbjartsson við lag Friðriks Bjarnasonar. Kynning Tryggva var fremur óhefbundin og lagði hann meiri áherslu á að hvetja menn til dáða en að upplýsa um tölulegar staðreyndir um hreyfinguna. Var almenn ánægja með heimsókn umdæmisstjóra og hvetjandi fyrir rótarýfélaga.
Sjá má myndir frá heimsókninni í myndasafni klúbbsins. Smelltu hér.