7.8.2005
Vel heppnaður fundur í Heiðmörk
Skv. venju hélt klúbburinn fund í norska bústaðnum í Heiðmörk og sá Guðbjartur og félagar um undirbúning hans. Snætt var úti, dýrindis grillkjöt og meðlæti og síðan var haldið inn í bústaðinn þar sem Ómar Smári Ármannsson sagði frá baráttunni um verndun Krýsuvíkur, ekki síst vegna ágangs kvikmyndatökufólks. Boðið var upp á kaffi og konfekt og Guðmundur Rúnar bauð upp á líkjör í tilefni afmlis síns sem var þennan dag. Skemmtilegur og fræðandi fundur í fallegu umhverfi.