Fréttir
  • Ljósm.: Fjarðarpósturinn/Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir

15.8.2012

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar gefur Hafnarfjarðarbæ tvö upplýsingaskilti

Þann 19. júlí sl. færði Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarbæ tvö upplýsingaskilti að gjöf. Skilti sem sýna gönguleiðir í upplandi Hafnarfjarðar og hvernig er hægt að komast þangað gangandi úr miðbænum.

Ljósm.: Fjarðarpósturinn/Kristjana Þ. ÁsgeirsdóttirÁ kortinu eru sýndar 3 mislangar hringleiðir í upplandinu, 6 km hringur um höfðana suður af Hvaleyrarvatni, 10 km hringur frá Kaldárbotnum um Undirhlíðar, Helgafell og Valaból og að lokum rúmlega 20 km langur hringur frá miðbæ Hafnarfjarðar um Ástjörn, Ásfjall, meðfram hraunjöðrum sunnan höfðanna að Kaldárseli og Kaldárbotnum og þaðan til baka eftir Selvogsgötu meðfram jaðri Gráhelluhrauns og Stekkjarhrauns niður með læknum niður á strandstíg.
Rótarýklúbburinn lét setja upp upplýsingaskilti við Kaldárbotna í sumarbyrjun 2010 og nú bættust tvö skilti við, annað við Hvaleyrarvatn og hitt við strandstíginn. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri tók við skiltunum fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar en það var Steingrímur Guðjónsson forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar sem afhenti upplýsingaskiltin.

Ljósm.: Fjarðarpósturinn/Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir

Frá afhendingu skiltanna. Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn/KÞÁ


Hfj_haus_01