Fréttir

15.6.2004

Lækurinn í prentun

Lækurinn er nafn á tímariti sem Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar gefur út í tilefni af umdæmisþingi Rótarýhreyfingarinnar sem haldið verður hér í Hafnarfirði 25. og 26. júní nk. Blaðið er hið vandaðasta með fjölbreyttum greinum, er 44 síður að stærð og allt í lit. Blaðinu verður dreift til rótarýmanna um land allt og víðar. Hægt er að skoða blaðið á heimasíðu umdæmisþingsins (smelltu á merkið hér til hliðar) undir ýmislegt. Ritstjóri Blaðsins er Guðni Gíslason.

Hfj_haus_01