21.7.2003
Unglingar í heimsókn
Í gær komu í Hafnarfjörð hópur ungmenna víðs vegar að úr heiminum í heimsókn til klúbbsins. Æskulýðsnefndin tók á móti þeim og fylgdarliði en þetta eru krakkar sem koma hingað á vegum Rótarý í s.k. sumarbúðir. Þau koma hingað i tvær vikur og ferðast um í boði Rótarýklúbbanna og umdæmisins en íslenskum ungmennum gefst kostur að fara í svona sumarbúðir erlendis. Farið var með hópinn í Upplýsingamiðstöðina, Hellisgerði, Sivertsenhús, Sjóminjasafnið, skógræktarreitinn okkar og í Kaldárbotna og gamla hleðslan undir vatnsstokkinn skoðuð. Því næst var farið Byggðasafnið og að lokum í Fjörukrána þar sem snæddur var kvöldverður. Þetta var mjög ánægjulegur dagur fyrir þá sem stóðu að þessu og þátttakendurna líka.