29.7.2002
Gabriel Roth kveður
Svissneski skiptineminn Gabriel Roth sem dvalið hefur hjá okkur undanfarið ár kvaddi klúbbinn sl. fimmtudag. Við það tækifæri sagði hann frá dvöl sinni hér og var hann mjög ánægður með dvölina þó hann hafi ekki borið þorramatnum vel söguna. Var honum færð árituð gestabók í kveðjugjöf.