Fréttir

7.9.2017

Árshátíð klúbbsins 14. október

Batteríið heimsótt og gleði fram á nótt í golfskálanum

Árshátíð Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar verður í Golfskála Keilis, Steinholti 1, laugardaginn 14. október nk.
Dagskrá hefst kl. 18 og mun Sigurður Einarsson arkitek, félagi í klúbbnum, taka á móti hópnum í Batteríinu að Hvaleyrarbraut 32.
Eftir skoðunarferð um fyrirtækið verður haldið yfir í Golfskálann þar sem áætlað er að vera um kl. 19:45. Séð verður fyrir flutningi á milli staða.
Kl. 20:15 hefst borðhald þar sem borinn verður fram fiskur í forrétt og lambakjöt af hlaðborði í aðalrétt. Kaffi og konfekt verður í boði að því loknu.Hafnfirðingurinn Margréti Arnardóttur harmóníkkuleikari og fleiri góðir gestir mæta.
Dans og gleði til kl. 1:00
Veislustjóri verður Guðrún Randalín Lárusdóttir.
Miðaverð 5.500 kr.

Hfj_haus_01