Fréttir

6.6.2005

Norsk heimsókn

26. maí s.l. komu nokkrir félagar ásamt mökum úr ,,Fræna rotaryklubb" í heimsókn, alls 19 manns. Fræna er lítill bær norðan við Molde í Noregi. Um kvöldið komu gestirnir á rótarýfund í klúbbnum okkar. Fundurinn var að þessu tilefni haldinn í Turninum í verslunarmiðstöðinni Firði. Veður var yndislegt og útsýni yfir bæinn okkar og höfnina meiriháttar. Guðbjartur Einarsson sagði frá Hafnarfirði með sögulegu ívafi og í bakgrunninn voru sýndar myndar Guðna frá Hafnarfirði. Laugardaginn 29. maí fóru nokkrir félagar úr klúbbnum með gestina til Krýsuvíkur og þaðan til Grindavíkur og síðan í Svartsengi. Kristján Stefánsson og Sigþór Jóhannesson undirbjuggu ferðina og leiðsögumaður í ferðinni var Jón Bergsson. Aðrir félagar sem þátt tóku í ferðinni voru Sigurður Hallgrímsson forseti og Guðbjartur Einarsson. Í Krýsuvík voru hverir skoðaðir og jarðfræði voru gerð góð skil í allri ferðinni, enda af nógu að taka. Í Svartsengi var farið í Eldborgina og Gjáin skoðuð, að þeirri skoðun lokinni voru höfðinglegar veitingar veittar í boði Hitaveitu Suðurnesja, sem Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri sá um að veita. Að veitingum loknum var orkuverið skoðað undir leiðsögn Alberts. Að þessu loknu var farið í Bláa lónið og þar böðuðu sig allir og veitingar voru veittar úti í lóninu í boði Norðmannanna. Göróttur blár drykkur. Um kvöldið var Víkingaveisla í Fjörukránni sem Norðmennirnir mættu í og 6 klúbbfélagar sóttu ásamt 2 mökum. Noðmennirnir héldu síðan utan þann 30. maí. Segja má að vel hafi tekist með þessa heimsókn Norðmannanna, enda er búið að bjóða klúbbnum okkar að koma í heimsókn til Fræna við allra fyrsta tækifæri.

Hfj_haus_01