Fréttir
Ingveldur Einarsdóttir er látin
Eiginkona félaga okkar Trausta Sveinbjörnssonar, Ingveldur Einarsdóttir lést í gær, þriðjudaginn 9. október. Votta rótarýfélagar Trausta og fjölskyldu hans dýpstu samúð á erfiðri stundu.
Inga hafði átt við erfið veikinda að stríða og beið eftir að komast í líffæraskipti. Hún var fædd 23. janúar 1950 og var því 62 ára þegar hún lést.