Fréttir
Borð og bekkir í skóginn
Ný stjórn lét það verða eitt af fyrstu verkum sínum að kaupa 2 borð með áföstum bekkjum til nota á skógræktarsvæði klúbbsins og vonandi eiga klúbbfélagar og aðrir eftir að geta notað þau þegar þeir eiga leið um svæðið. Á myndinni má sjá félagana Jón Bergsson, Björn Líndal og Albert Kristinsson við ,,Sólvangsborðið". Ljósmynd: Guðni Gíslason