Fréttir

4.9.2014

Bjartsýni við stefnumörkun

Stefnt að fölgun félaga og hærra hlutfalli kvenna

Klúbbþing var haldið í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar í hádeginu og voru líflegar umræður og jákvæður andi á fundinum. Forseti kynnti styrkleika og veikleikagreiningu (SVÓT) og stefnumótun til þriggja ára.

Í klúbbnum í dag eru 72 félagar. Einn af veikleikum klúbbsins er ójafnt kynjahlutfall en aðeins 9.7% félagsmanna eru konur á sama tíma og hlutfallið er 23,7% hjá Rótarýumdæminu á Íslandi.

Vilji kom fram hjá fundarmönnum að samfélagsverkefni væru meira áberandi í starfi klúbbsins og að innra starf og samkennd yrðu aukin.

Kynningar forseta verða birtar hér um leið og þær berast.

Við skoðun á félagatali klúbbsins kemur ýmislegt fróðlegt í ljós.

Meðalaldur klúbbfélaga  63,9 ár
- miðgildi  63,2 ár 
Hæsti aldur  91,1 ár 
Lægsti aldur  43,2 ár 
Meðal klúbbaldur  18,1 ár 
- miðgildi  15,0 ár 
Hæsti klúbbaldur  57,3 ár 
Lægsti klúbbaldur  0,4 ár 
Meðalaldur þeirra sem verið hafa
í klúbbnum í 5 ár eða skemr
57,9 ár 
Hlutfall Paull Harris félaga 33,3% 
Félagar með netfang 95,8% 
Félagar með skráð starfsheiti 97,2% 
Félagar með skráðan vinnustað 63,9% 

Rauða línan sýnir klúbbaldur félaga og bláa línan sýnir lífaldur félaga.

gg


Hfj_haus_01