Fréttir

17.9.2008

Allir með lykilorð

Klúbbfélagar hvattir til að skoða sína síðu

Nú eiga allir klúbbfélagar að hafa fengið lykilorð inn á nýja Rótarývefinn og þeir sem ekki hafa fengið slíkt snúi sér til ritara klúbbsins. Hver klúbbfélagi ber ábyrgð á því að uppfæra upplýsingar um sjálfan sig.

Til að tryggja að áminning um næsta fund berist er mikilvægt að netfangið sé rétt skráð. Til að skrá sig inn er fyrst farið á www.rotary.is (smelltu á rótarýhjólið hér að ofan), þá er smellt á Innskráning. Notendanafn er kennitalan þín (án bandstriks eða bils) og þú slærð lykilorði inn þar fyrir neðan (upprunalegt lykilorð er bara með lágstöfum og tölustöfum).

Þegar þú hefur fengið upp þína síðu getur þú smellt á "Breyta mínum upplýsingum" og leiðrétt netfang og annað viðeigandi og endilega settu inn nýtt lykilorð sem þú manst vel. Mundu svo að smella á Vista.

Þú getur svo fylgst með mætingum þínum, og séð hvort þínar mætingar hafi ekki allar verið skráðar.

Gagni þér vel.


Hfj_haus_01