Árshátíðin föstudaginn 24. október
Kallað eftir skemmtiatriðum
Blásið er til fjörugrar árshátíðar föstudaginn 24. október nk. í Golfskálanum á Hvaleyri. Ekki er krafist gala-klæðnaðar en mikilvægara að fólk komi áhugasamt um að skemmta sér í góðra félaga hópi.
Árshátíðin hefst með fordrykk kl. 19 en kl. 19.30 setur forseti árshátíðarfund. Boðið verður upp á lambaveislu með béarnaise og kaffi og köku á eftir.
Félagar og makar eru hvattir til að troða upp með skemmtiatriði sem þeir upplýsi skemmtinefnd um með fyrirvara.
Vísnakeppni, söngur, lifandi tónlist undir borðhaldi og auðvitað verður spilað fyrir dansi svo mikilvæg er að pússa dansskóna.
Miðaverð er aðeins 4.900 kr. á mann og þeir sem eru með félagsgjöldin á kortagreiðlum þurfa aðeins að láta gjaldkera vita og upphæðin verður dregin af korti viðkomandi.
Skráning er hafin og eins gott að skrá sig sem fyrst því með góðu móti tekur salurinn ekki fleiri en 80.