Fréttir
  • Kimberley 2012-6

20.12.2012

Vinnuferð Rótarýfélaga úr Hafnarfirði til Kimberley

Barnaheimilið var byggt árið 2008 og því eðlilegt að ýmislegt væri farið að láta á sjá eftir umgang 120 til 170 barna sem þar dvelja að jafnaði daglega sem þó eru mjög prúð og ganga vel um.

Kimberley 2012-4

Barnaheimilið var byggt árið 2008 og því eðlilegt að ýmislegt væri farið að láta á sjá eftir umgang 120 til 170 barna sem þar dvelja að jafnaði daglega sem þó eru mjög prúð og ganga vel um.

Allar skólastofurnar fjórar voru málaðar að innan, neðri hluti útveggja að utan og snyrtingar. Gert var við sprungur í útveggjum og leka á þaki, skipt um skrár í  hurðum, skipt um brotin klósett, vaska og bilaða krana og fleira sem lagfæra þurfti. Unnið var myrkrana á milli ef svo má segja og næsta ótrúlegt hve miklu var komið í verk.

Kimberley 2012-5Kimberley 2012-3Þessar framkvæmdir vöktu eðlilega mikla athygli meðal nágrannanna og það fréttist að það hefði þótt undrum sæta að hvítir menn væru að að vinna verkamennavinnu en svartir horfðu á, að sögn Gunnhildar Sigurðardóttir fulltrúa hópsins.

 

 

Kimberley 2012-2


Hfj_haus_01