Fréttir
Skúli Þórsson er látinn
Félagi okkar, Skúli Þórsson er fallinn frá, langt um aldur fram. Skúli fæddist 31. maí 1943 og lést síðla dags 20. janúr sl. Hann var tekinn inn í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 5. desember 1974.
Félagi okkar, Skúli Þórsson er fallinn frá, langt um aldur fram. Skúli fæddist 31. maí 1943 og lést síðla dags 20. janúr sl. Hann var tekinn inn í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 5. desember 1974. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, hann var stallari 1978, gjaldkeri 1984, ritari 1989, varaforseti 1991 og forseti 1992. Hann var útnefndur Paul Harris félagi fyrir störf sín í klúbbnum árið 2000. Undanfarin ár hefur Skúli verið formaður Framkvæmdasjóðs sem m.a. hefur séð um jólamerkjaútgáfu klúbbsins. Hrafnhildi konu Skúla og fjölskyldu allri vottum við samúð.