Fréttir
Dagskrá árshátíðarinnar
Enginn alvöru rótarýfélagi lætur sig vanta á árshátíðina
Ari Eldjárn uppistandari mætir, Ari Jónsson og Finnbogi (Roof Tops og Júdas) koma og spila fyrir dansi og undir borðhaldi. Ferðasaga um Hellisheiði í léttum dúr - og allt verður undir góðri stjórn 3ja mínútna drottningarinnar okkar Ragnheiðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Mæting kl. 18 á Hótel Hafnarfirði laugardaginn 8. október.
Dagskrá
18:00 Móttaka að Reykjavíkurvegi 72, fyrirtækin Hótel Hafnarfjörður og Ferðaskrifstofan Katla DMI
taka á móti gestum. (Boðið er upp á rútuferð þaðan að Skútunni)
19:30 Veislusalur Skútunnar
20:00 Borðhald
Veislustjóri: Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
- Ari Jónsson og Finnbogi (Roof tops og Júdas) leika létta tónlist meðan á máltíð stendur.
- Ferðasaga, Helgi Ásgeir Harðarson
- Ari Eldjárn uppistandari skemmtir.
Dans
- Ari Jónsson og Finnbogi leika síðan fyrir dansi.
Matseðill
Humarsúpa með sítrónuolíu og nýbökuðu brauði.
Lambafille með kartöfluturni, gulrótum, sellerý, smámaís og villisveppasósu.
Frönsk súkkulaðikaka með vanilluís.
Verð kr. 5.990,- á mann.
(niðurgreitt af klúbbnum um 2-2.500,- á miða)
Til staðfestingar þátttöku skal fyrir 30. september greiða miða inn á reikning 1101 - 05 - 406890, kt. 261261-7669
Skemmtinefndin vonast til að sjá alla klúbbfélaga og minnir á að félagar geta tekið með sér gesti.