Fréttir
Ferð í Hvalfjörðinn 23. september
Farið verður í dagsferð 23. september nk. í Hvalfjörðinn.
Fararstjóri verður Magnús þór Hafsteinsson. Magnús er mjög fróður um það sem fram fór í Hvalfirði á stríðsárunum. Meðal annars hefur hann skrifað bókina Dauðinn í Dumshafi sem er um siglingar með hergögn úr Hvalfirði til Murmansk.
Farið úr Hafnarfirði í Hvítárnes og gengið þar um í fylgd Magnúsar Þórs. Þaðan væri farið í Maríuhöfn, eftir það væri farið í Hernámssafnið og skoðað ásam því að borðað eitthvað létt á Gauja Litla. Að því loknu væri farið í Hvalstöðina og hún skoðuð í fylgd Magnúsar þórs og Gulla og Kristjáns Loftssonar. Þar verður boðið upp á eitthvað til að skola fróðleiknum niður.