Fréttir
  • Jón Trausti Snorrason

23.3.2017

Nýr félagi

Jón Trausti Snorrason, framkvæmdastjóri Allra átta ehf. var tekinn inn í Rótarýklúbb Hafnarfjarði í upphafi fundar í dag. Jón Trausti er Hafnfirðingur en ekki er langt síðan hann flutti fyrirtæki sitt í Hafnarfjörð og í Fjörð þar sem klúbburinn fundar.
Bessi H. Þorsteinsson forseti klúbbsins upplýsti Jón Trausta um þær skyldur og réttindi sem fylgja aðild og nældi í hann rótarýmerkinu til staðfestingar á inngöngu hans.

Bessi H. Þorsteinsson forseti og Jón Trausti Snorrason nýr félagi.

Hfj_haus_01