Fréttir

6.4.2006

Með eldri borgurum

Öldrunarnefnd klúbbsins sá um funi í Hraunseli, félagsmiðstöð Félag eldri borgara í dag. Bekkurinn var þéttsetinn en boðið var upp á kaffi og meðlæti en einnig ýmis skemmtiatriði. Þór Halldórsson gladdi gesti með píanó og harmonikkuleik, Sigríður Kristín Helgadóttir formaður öldrunarnefndar sagði sögur af Hrafnistufólki og minntist sérstaklega Geira Selvogs, Þorgeirs Þórarinssonar. Hildur Egilsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Tinna Húnbjörg Einarsdóttir lásu upp úr Svipmyndum úr skáldsögunni Öðruvísi dagar eftir Guðrúnu Helgadótti, en stúlkurnar höfðu tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Hjörleifur Valsson, Örn Arnarson og Erna Blöndal fluttu einnig fallega tónlist. Vel heppnaður dagur.

Hfj_haus_01