Fréttir
Jón Bergsson 80 ára
Félagi okkar Jón Bergsson, byggingarverkfræðingur, fagnaði 80 ára afmæli sínu 30. október sl. og færa klúbbfélagar honum bestu árnaðaróskir. Jón er sá almenni félagi sem lengst hefur verið í klúbbnum en hann gerðist félagi 1. júlí 1960. Það er gaman að geta þess að hann hefur vart látið sig vanta á nokkurn fund klúbbsins sl. ár. Jón var forseti klúbbsins 1971-1972 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbnum m.a. verið leiðsögumaður í mörgum ferðum. Eiginkona Jóns er Þórdís S. Sveinsdóttir.