Fréttir
Nýr félagi - Guðrún Randalín
það er alltaf hátíðarstund þegar nýr félgi er tekinn í klúbbinn. Í dag var Guðrún Randalín Lárusdóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskólans formlega tekin í klúbbinn.
Guðrún er 39 ára gömul. Sonur hennar er nú skiptinemi á vegum Rótarý. Hýsti hún skiptinema okkar Franco Napoleon Iglesias fyrsta tímabil hans hér í bæ.
Til gamans má geta að Guðrún hljóp hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og náði í mark á undir 2 tímum sem er ágætis árangur í fyrsta hálfmaraþonhlaupi. Þá er hún með BA í táknmálsfræði.
Guðrún kemur í klúbbinn fyrir starfgreinina 85 fræðslustarfsemi.
Ljósmyndir: Guðni Gíslason