Fréttir
Nýr félagi
Tryggvi Jónsson tekinn inn í klúbbinn
Á fundi klúbbsins 7. apríl sl. var Tryggvi Jónsson, verkfræðingur og framkvæmdastóri mannvirkja hjá Mannviti ehf. tekinn inn í klúbbinn.
Tryggvi er fæddur 1967, sonur Jóns Bergssonar, fyrrum rótarýfélaga í klúbbnum og heiðursfélaga. Maki Tryggva er Guðrún Elva Sverrisdóttir kennari. Er Tryggi boðinn velkominn í klúbbinn.