Fréttir

7.6.2009

Tveir klúbbfélagar fengu viðurkenningu á umdæmisþingi Rótarý

Sveinn H. Skúlason tók við umdæmisstjórakeðjunni af Ellen Ingvadóttur

Á umdæmisþingi Íslenska Rótarýumdæmisins sem haldið var á Hótel Sögu í gær var tveimur félögum úr Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar veitt Paul Harris viðkurkenning. Guðni Gíslason fékk Paul Harris orðu með einum safír fyrir störf sín að vefsíðu og félagakerfi Rótarýumdæmisins og Hallfríður Helgadóttir fékk Paul Harris orðu fyrir störf sín að æskulýðsmálum.

Á þinginu tilkynnti Ellen Ingvadóttir, umdæmisstjóri að Ólafur Ólafsson, Rkl. Grafarvogs fengi einnig Paul Harris orðu fyrir störf sín að vefsíðu og félagakerfi Rótarýumdæmisins en hann var erlendis og gat því ekki tekið við henni. Þeir Guðni hafa undanfarin ár unnið að hönnun félagakerfisins og síðunnar en frá og með 1. júlí verður ekki tekið við öðrum mætingarskráningum en þeim sem skráðar eru í félagakerfið og með því er kerfið komið í fulla notkun.
Hallfríður Helgadóttir hefur undanfarin ár starfað í æskulýðsnefnd umdæmisins og unnið þar mikið og óeigingjarnt starf en hún lætur nú af störfum í nefndinni. Hallfríður gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 11. apríl 2002. Guðni gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 18. janúar 1996 og fékk Paul Harris orðu frá klúbbnum í desember 2005.
Í lok hátíðarfundarins afhenti Ellen Ingvadóttir umdæmisstjóri Sveini H. Skúlasyni verðandi umdæmisstjóra, umdæmisstjórakeðjuna en formlega tekur hann við embætti 1. júlí nk.
Alls voru 5 félagar Rkl. Hafnarfjarðar auk maka sem tóku þátt í umdæmisþinginu að þessu sinni.


Hfj_haus_01