Fréttir
Klúbbferð til Stokkhólms í apríl
Sendiherra Íslands tekur á móti hópnum
Nú er ákveðið að farið verður í hópferð til Stokkhólms 16.-19. apríl nk. Ferðanefnd vinnur nú að lokaundirbúningi ferðarinnar en gist verður á Scandic Sergel Plaza hótelinu, í hjarta Stokkhólms við Sergel torgið.
Heimasíða hótels Sjá kort
Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra tekur á móti hópnum, farið verður í skoðunarferð, borðað saman auk þess sem tími verður aflögu fyrir hvern og einn.
Steingrímur Guðjónsson og ferðanefndin gefur nánari upplýsingar um ferðina.
Enn er möguleiki á að bætast í ferðina.