Þrír nýir rótarýfélagar
Þrír nýir rótarýfélagar voru teknir inn í klúbbinn sl. fimmtudag. Það voru þeir Einar Kristján Jónsson, Guðmundur Helgi Víglundsson og Ingvar Sigurður Jónsson.
Forseti klúbbsins nældi rótarýmerki í barm nýju félaganna til merkis um að þeir væru orðnir fullgildir rótarýfélagar og kynnti þeim þær skyldur og þau réttindi sem fylgdu. Klúbbfélagar fögnuðu nýju félögunum.
Einar Kristján Jónsson (62), byggingameistari, til heimilis að Þórsbergi 18. Hann verður fulltrúi fyrir starfsgrein 81 - fasteignaumsýslu.
Guðmundur Helgi Víglundsson (51), véltæknifræðingur, til heimilis að Erluási 15 í Hafnarfirði. Hann verður fulltrúi fyrir starfsgrein 25 - framleiðslu á málmvörum.
Ingvar Sigurður Jónsson (61), íþróttafulltrúi Hafnarfjarðar, til heimilis að Fagrabergi 26 í Hafnarfirði. Hann verður fulltrúi fyrir starfsgrein 93 - íþrótta- og tómstundastarfsemi.