Fréttir
Sigurjón hjólar þvert yfir Bandaríkin
Félagi okkar, Sigurjón Pétursson ásamt konu sinni hjóla nú þvert yfir Bandaríkin. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á Facebook síðu þeirra http://www.facebook.com/pages/IcelandAcrossAmerica-2011/128674237218966
Þau lögðu af stað 3. ágúst sl. frá St. Augustine í Florida og ætla að ljúka ferðinni í San Diego í Kaliforníu tveimur mánuðum síðar. Hægt er að sjá hvar þau eru hverju sinni, fylgjast með þeim og senda þeim línu. Á myndinni má sjá leiðaráætlun fyrir 10. ágúst.