Fréttir

28.6.2004

Þingið afstaðið

Umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi var haldið sl. laugardag hér í Hafnarfirði og hefur það vart farið fram hjá nokkrum klúbbfélaga. Formót fyrir verðandi forseta og ritara var haldið á föstudag og sennilega einn fjölmennasti rótarýfundur í sögu okkar klúbbs var haldinn á föstudagskvöld að Ásvöllum. Þar flutti Sigurþór Aðalsteinsson glimrandi ræðu við góðar undirtektir og GSE-hópurinn kanadíski, sem dvali hjá klúbbnum síðustu daga, kynnti sig og Jón, fararstjóri íslenska hópsins sagði frá þeirra ferð. Mikil vinna var lögð í allan undirbúning þingsins og því sem því fylgdi og getur klúbburinn verið stoltur af sinni vinnu og komu fjölmargir að undirbúningnum. Á hátíðarkvöldverði á Ásvöllum afhenti Bjarni Þórðarson fráfarandi umdæmisstjóri, Agli Jónssyni, Rkl. Görðum keðju umdæmisstjóra og boðaði hann til þings í Garðabæ að ári liðnu. Myndir verða settar hér á síðuna innan skamms.

Hfj_haus_01