Fréttir
  • Golfmót 2013_titilmynd

17.7.2013


Úrslit golfmóts rótarýklúbba á Íslandi 2013

Hið árlega golfmót rótarýklúbba á Íslandi var haldið 16. júlí á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Mótið var í umsjá Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.

Veðrið lék við þátttakendur og völlurinn skartaði sínu besta. Keppt var um farandbikar í sveitakeppni milli rótarýklúbbanna þar sem bestu tveir töldu frá hverjum klúbbi. Auk þess var keppt um farandbikar fyrir besta skor einstaklings og veitt verðlaun fyrir flesta punkta einstaklinga.Golfmót 2013_1
Í sveitakeppni var Rótarýklúbbur Keflavíkur sigurvegari og þeir sem töldu fyrir sveitina voru Guðlaugur Grétar Grétarsson og Einar Magnússon með samtals 63 punkta. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar var í öðru sæti og þeir sem töldu fyrir sveitina voru Pálmi Hinriksson og Hinrik Kristjánsson með samtals 62 punkta. Rótarýklúbburinn Borgir-Kópavogi var í þriðja sæti og þeir sem töldu fyrir sveitina voru Guðmundur Ásgeirsson og Ágúst Ingi Jónsson með samtals 58 punkta.
Sá sem lék völlinn á fæstum höggum var Pálmi Hinriksson Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar með 81 högg.Golfmót 2013_2
Í keppni um punkta var Guðlaugur Grétar Grétarsson í fyrsta sæti með 36 punkta, Guðmundur Ásgeirsson í öðru sæti með 34 punkta og Pálmi Hinriksson í þriðja sæti með 33 punkta. Veitt voru fern nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Þau sem hlutu nándarverðlaun voru Sigríður Inga Svavarsdóttir, Stefán Björnsson, Erla Ýr Kristjánsdóttir og Eiríkur Karlsson.
Golfmót rótarýklúbba á næsta ári verður í umsjá Rótarýklúbbs Breiðholts.Golfmót 3 _2013
Á mynd 1 eru þær sveitir sem unnu til verðlauna. Frá vinstri Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Einar Magnússon, Guðlaugur Grétar Grétarsson, Pálmi Hinriksson, Hinrik Kristjánsson, Guðmundur Ásgeirsson, Ágúst Ingi Jónsson og Gunnar Hjaltalín.
Á mynd 2 má sjá vinningshafa fyrir besta skor. Frá vinstri Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Pálmi Hinriksson og Gunnar Hjaltalín.
Á mynd 3 eru vinningshafar fyrir flesta punkta. Frá vinstri; Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Guðlaugur Grétar Grétarsson, Pálmi Hinriksson, Guðmundur Ásgeirsson og Gunnar Hjaltalín.
                                                                                          Texti og myndir Kristján Stefánsson Rk Hafnarfjarðar


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning