Fréttir

14.7.2004

Ný stjórn tekin við

Stjórnarskipti fóru fram 1. júlí og flutti Guðmundur Rúnar fráfarandi forseti skýrslu stjórnar og sagði frá nokkuð öflugu starfi klúbbsins. Skv. venju færði hann nýjum forseta blómavasann og færeyska bátinn og hengdi síðan forsetakeðjuna á Sigurð Hallgrímsson, forseta klúbbsins starfsárið 2004-2005. Með Sigurði í stjórn eru: Kristján Stefánsson, verðandi forseti, Björn Ólafsson, ritari, Þórður Stefánsson, gjaldkeri, Páll Pálsson, stallari og Guðmundur Rúnar Ólafsson, fráfarandi forseti.

Hfj_haus_01