4.10.2005
Vel heppnuð Kaupmannahafnarferð
Tæplega 80 manns á vegum Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar hélt til Kaupmannahafnar á fimmtudagsmorgunn í kaupmanna- og menningarreisu. Stærsti hluti hópsins kom heim seint á sunnudagskvöld, geysilega ánægður. Nánar verður sagt frá ferðinni og myndir kynntar á næstu dögum en ekki er hægt að láta hjá líða að þakka fyrir góða ferð og sérlega skemmtilega ferðafélaga. Með hattakveðju, Guðni.