16.10.2003
Heimsókn í Ólafsvík
Gunnhildur Sigurðardóttir, félagi okkar, flutti erindi um dvöl sína í S-Afríku á vegum Rauða krossins, á fundi í Rótarýklúbbi Ólafsvíkur í gær. Þrír Rótarýfélagar fylgdu henni, Sigurður Hallgrímsson sem er fæddur á þessum slóðum, Gylfi Sigurðsson sem er í sjóveiðklúbbi í Ólafsvík og Guðni Gíslason sem missti af erindi Gunnhildar í okkar klúbbi. Mjög vel var tekið á móti okkur og mikið spjallað en erindi Gunnhildar vakti geysilega athygli og fjölmargar spurningar.