Fréttir
  • Björn Líndal

21.12.2010

Björn B. Líndal er látinn

Björn B. Líndal, félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar lést 14. desember 2010

Félagi okkar og vinur, Björn B. Líndal, vélstjóri lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. desember síðastliðinn. Björn fæddist  þann 31. desember  1929.

Eiginkona Björns var Sigríður Guðmundsdóttir  en hún lést  þann 13. maí  2010.

Björn stundaði nám við Vélskóla Íslands og að loknu námi hóf hann störf sem vélstjóri við Írafossvirkjun.

Árið 1963 kaupa þau hjón saumaverksmiðjuna Magna í Hveragerði og starfræktu þau verksmiðjuna þar til ársins 1972, að þau flytja hana til Hafnarfjarðar. Árið 1990 hætta þau hjón rekstri verksmiðjunnar og hóf Björn þá störf hjá Flúrlömpum þar sem hann starfaði um nokkurra ára skeið, eða þar til hann lét af störfum sökum aldurs.

Björn gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar þann 14. mars 1974 og hefur verið virkur félagi alla tíð síðan. Þar starfaði hann af þeirri félagslegu ábyrgð sem honum var eiginleg. Í Rótarý eru félagar fulltrúar fyrir mismunandi starfsgreinar og var Björn fulltrúi fyrir starfsgreinina sportvöruframleiðsla. Björn gegndi ýmsum störfum fyrir klúbbinn, hann var stallari 1976 og gjaldkeri 1986.

Árið 2003 var Björn sæmdur Paul Harris-orðu Rótarý fyrir góð störf í þágu klúbbsins.

Rótarýfélagsskapurinn var honum mikilvægur.  Þar átti hann marga góða vini og félaga.  Mætti hann manna best, eða 100%. Ef Björn var ekki mættur á fund var hann annaðhvort veikur eða staddur erlendis.

Minningin um góðan dreng lifir.

 

 

 

 

 



Hfj_haus_01