Fréttir
Stjórnarskipti
Sl. fimmtudag var stjórnarskiptafundur og Sigurþór Aðalsteinsson fráfarandi forseti afhenti Almari Grímssyni nýja forstetakeðju með nýjum borða og 24 nöfnum síðustu forseta. Einnig afhenti hann aðra tákngræna gripi eins og færeyska bátinn á myndinni og blómavasa með blómum í sem starfandi forseti varðveitir.
Fyrir athöfnina afhentu Sigurþór Aðalsteinsson og Gylfi Sigurðsson klúbbnum forláta ræðupúlt sem Sigurþór hannaði og Gylfi smíðaði. Púltið er einkar glæsilegt og í hliðum þess eru merki eldri forseta og einnig er læst hirsla í því fyrir ýmis gögn.