Fréttir

13.3.2004

Rótarýklúbbur Kópavogs útnefnir eldhuga

Á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs 9. mars sl. var útnefndur Eldhugi Kópavogs 2004. Jóhann Árnason forseti klúbbsins afhenti Þorvaldi Jakob Sigmarssyni, félagsforingja skátafélagsins Kópa, viðurkenningu þess efnis í dag á fundi klúbbsins. Þorvaldur sem fæddur 1950 hefur lengst af búið í Kópavogi eða frá árinu 1956, hann starfaði um árabil í Lögreglunni í Kópavogi en gegnir nú skyldustörfum í Reykjavík. Þorvaldur hefur starfað í skátahreyfingunni frá því árið 1959 og gengt þar flestum foringjastöðum og unnið til æðstu merkja og metorða innan skátahreyfingarinnar. Hann hefur verið félagsforingi Skátafélagsins Kópa frá árinu 1994 og er einn af ellefu stofnendum Hjálparsveita skáta í Kópavogi og hefur gengt þar mörgum trúnaðarstörfum.

Klúbburinn hefur útnefnt Eldhuga ársins frá 1996.


Hfj_haus_01