Fréttir

7.6.2007

Níels Árnason kjörinn heiðursfélagi

Níels Árnason, félagi okkar átti merkisafmæli á þriðjudaginn en 5. júní sl. voru liðin 50 ár frá því hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar. Hann hefur alla tíð verið virkur og sannur rótarýfélagi og því var það með mikilli ánægju sem stjórn klúbbsins ákvað á fundi sínum í gær að gera hann að heiðursfélaga fyrir hans langa og trúfasta starf og var ákvörðunin borin undir klúbbfund í dag og fékk hún einróma stuðning allra viðstaddra.

Að því loknu upplýsti forseti að í heimsókn sinni til Níelsar 5. júní sl. hafi hann afhent kúbbnum eina milljón kr. í þakklætisskyni fyrir ánægjulegt starf í klúbbnum og til minningar um látna félaga. Sjórnin samþykkti einróma tillögu forseta um að hluta fjársins yrði varið til að reisa minningarstein í skógræktarsvæði félagsins um látna félaga og hefur þegar verið gengið frá pöntun á slíkum stein og verður hann væntanlega settur upp í lok júlímánaðar.


Hfj_haus_01