Fréttir
Fundur 11. nóvember
Fundurinn var í umsjón stjórnar klúbbsins og á dagskrá var stjórnarkjör. Steingrímur Guðjónsson var kjörinn verðandi forseti, Kjartan Jóhannsson ritari, Jóhannes Einarsson gjaldkeri og Reynir Guðnason stallari.
Fulltrúi Rotaractklúbbsins Geysir kom á fundinn og sagði frá starfsemi Rotaract á Íslandi, en Geysir er eini klúbburinn á Íslandi, stofnaður fyrir tæpum tveimur árum. Hann sagði frá ferð til Indlands sem félagar úr Rotaract og Rótarýklúbbum ætla að fara í febrúar. Tilgangur ferðarinnar er að taka þátt í samstarfsverkefni Rotary International, Unicef og fleiri aðila um útrýmingu á lömunarveiki í heiminum.