Fréttir
  • Jessica Fleming 1

15.8.2013

Skiptineminn kominn

Jessica Fleming (Jessi) skiptinemi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar kom til landsins rétt fyrir kl. 6 í morgun. Hún kemur á rótarýfundinn í dag ásamt Jóni Guðnasyni sem fer 23. ágúst sem skiptinemi til Frakklands.

Jessi var mjög spennt að koma til landsins og ánægð þegar hún var komin „heim“ en dvelur fram yfir áramót hjá Guðna, Kristjönu og fjölskyldu í Klukkuberginu þar sem hún kom sér fyrir, heilsaði upp á heimilisfólk sem vaknaði snemma í tilefni dagsins. Hún fær því ekki mikla aðlögun áður en hún hittir alla rótarýfélagana.

Jessica Fleming nýkomin til ÍslandsÞriðji skiptneminn verður á fundinum í dag, Caio Ferri sem var hjá klúbbnum fyrir nokkrum árum og er hér á ferðalagi ætlar líka að koma og heilsa upp á rótarýfélagana.


Hfj_haus_01