Fréttir

19.10.2003

Starfshópaskipti - GSE

Á næsta ári verða starfshópaskipti við umdæmi 7080, Ontario í Kanada og munu fjórir einstaklingar ásamt fararstjóra koma hingað í júní og jafn margir fara til Kanada í maí. Þeir einir geta tekið þátt sem eru ekki Rótarýfélagar eða tengdir þeim og eru á aldrinum 25-40 ára, hafa góða enskukunnáttu og reynslu úr atvinnulífinu eða opinberum störfum. Umsóknarfrestur fyrir þátttakendur verður til 14 nóvember.

Group Study Exchange hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið starfrækt síðan 1965 og hafa Íslendingar tekið þátt í þessu samstarfi í fjölda ára. Allur ferðakostnaður er greiddur af Rótarýsjóðnum og klúbbar í móttökulandi sjá um að veita gistingu, fæði og ferðir að mestu leyti en ferðin tekur um 4 vikur.

Nánar verður sagt frá þessu síðar en reiknað er með að hópurinn endi í Hafnarfirði og verði á umdæmisþinginu. Verið er að leita eftir heppilegum fararstjóra og eru allar ábendingar vel þegnar og má koma til formanns starfshópaskiptinefndar umdæmisins, Snorra Þorsteinssonar snorri@ismennt.is, í s. 898 9248 eða til Guðna Gíslasonar.

Sjá nánar á heimasíðu Rótarýhreyfingarinnar


Hfj_haus_01