Fréttir

5.10.2005

Sigurður Kristinsson látinn

Félagi okkar og vinur Sigurður Kristinsson, málarameistari lést á heimili sínu sunnudaginn 4. september s.l. Sigurður fæddist 27. ágúst 1922. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Anna Dagmar Daníelsdóttir og eignuðust þau 7 börn. Sigurður lærði málaraiðn hjá föður sínum og lauk sveinsprófi 1945 og 1950 fékk hann svo meistararéttindi í iðninni. Sigurður gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 14. maí 1964 og hefur verið virkur félagi í klúbbnum síðan. Sigurður hefur gengt flestum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og forseti klúbbsins var hann starfsárið 1969-1970. Sigurður var sæmdur Paul Harris orðu Rótarý, 14. júní 1990, fyrir góð störf í þágu klúbbsins. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur í Rótarýklúbbnum, við söknum góðs félaga og vinar og sendum eiginkonu hans Önnu, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Hfj_haus_01