Fréttir
Hlaupahraðinn umfram væntingar
Söfnunin undir væntingum en góð framlög þökkuð
Alls söfnuðust 233 þúsund kr. í áheitum hjá þeim 8 sem hlupu til styrktar Rótarý á Íslandi og baráttunni gegn lömunarveiki. Guðni Gíslason safnaði mest, 137.000 kr. Næst mest áheit fékk Kári Steinn Karlsson, kr. 61.000 kr. og Jóhanna Björg Hansen var með þriðju hæstu áheitin, 11.500 kr. Það er ekki hægt að neita því að vonast hafði verið eftir hærri upphæðum en þessum framlögum ber þó að fagna og þeim rótarýfélögum og öðrum sem lögðu lið. Hlaupararnir stóðu við sitt og gott betur, Kári Steinn sigraði með yfirburðum og sett nýtt Íslandsmet og Guðni hljóp á um 6 mínútna betri tíma en hann stefndi að. Sjá má tíma keppendanna hér að neðan:
Hálft maraþon (21,1 km):
Nafn | tími | aldursfl. | sæti | sæti í aldursflokki |
---|---|---|---|---|
Kári Steinn Karlsson | 1:05:35 | 20-39 ára | 1. | 1. af 471 |
Guðni Gíslason | 1:39:18 | 50-59 ára | 201. | 25. af 128 |
Ísleifur Örn Sigurðsson | 1:53:57 | 20-39 ára | 700. | 287. af 471 |
Jóhanna Björg Hansen | 2:01:42 | 40-49 ára | 1017. | 109. af 256 |
Alls kepptu 1702 í hálfu maraþoni.
10 km:
Nafn | tími | aldursfl. | sæti | sæti í aldursflokki |
---|---|---|---|---|
Kristján Hjálmar Ragnarsson | 50:31 | 50-59 ára | 635. | 48. af 197 |
Anna Þuríður Pálsdóttir | 51:13 | 16-18 ára | 729. | 9. af 56 |
Sigurður Ármann Snævarr | 59:16 | 50-59 ára | 1832. | 132. af 197 |
Þorsteinn Þorgeirsson | 1:09:38 | 50-59 ára | 3190. | 170. af 197 |