10.8.2006
Útifundur við Norska bústaðinn
Það er orðin árleg hefð að halda fund í eða við Norska bústaðinn í Heiðmörkinni. Sjaldan hefur veðrið verið eins gott og 20. júlí sl. þegar félagar fjölmenntu með maka sína og áttu góða stund í fallegu umhverfinu. Gestir voru fjölmargir en auk makanna voru ungmenni sem voru að koma til landsins til að taka þátt í Sumarbúðum Rótarýs en Agnar Pálsson, formaður æskulýðsnefndar umdæmisins flutti erindi dagsins og sagði frá æskulýðsstarfi rótarýklúbbanna og umdæmisins. Guðbjartur Einarsson og Sissel fá bestu þakkir fyrir góðan undirbúning að venju.