Fréttir

22.1.2005

Vel heppnað þorrablót

Camila skiptinemi ásamt Vigdísi.

Þorrablót klúbbsins var haldið í gær á Hraunholti og heppnaðist vel. 17 rótarýfélagar frá Frederiksberg í Danmörku heiðruðu okkur með nærveru sinni og með þeim var í för, Vigdís Finnbogadóttir sem er heiðursfélagi í klúbbnum. Auk þeirra voru gestir frá Bandaríkjunum og fleiri góðir gestir. Hægt er að sjá myndir frá þorrablótinu á myndasíðunni, smellið á MYNDIR hér til vinstri og veljið þorrablótsalbúmið. Veislustjóri var Sigurður Einarsson, Sigurður Björgvinsson spilaði á gítar, Hjördís Guðbjörnsdóttir flutti minni karla, Guðni Gíslason flutti minni kvenna og Eyjólfur Sæmundsson flutti gamanvísur. Magnús Kjartansson spilaði í harmonikku og félagi hans spilaði á píanó.


Hfj_haus_01