Fréttir

8.11.2007

Ný stjórn kjörin

Stjórnarkjör fór fram í klúbbnum í dag eftir að félagar höfðu samþykkt afbrigði á síðasta fundi vegna heimsóknar umdæmisstjóra á næsta fundi þegar kosning átti að fara fram.
Í lögum klúbbsins segir: Stjórnin athugar allar tilnefningar og tilkynnir á þriðja fundi í nóvember hverjir þrír félagar hafi hlotið flestar tilnefningar í hvert embætti og jafnframt hversu margar tilnefningar hver þeirra hlaut. Ef tveir eða fleiri eru jafnir í þriðja sæti skal hlutkesti ráða um hver hlýtur það sæti og verður í kjöri. Eru þeir þrír í kjöri sem þannig eru tilnefndir og skal kosning vera skrifleg. Sá er kosinn, er þá hlýtur flest atkvæði. Verði atkvæði jöfn skal kjósa bundinni kosningu um þá er flest atkvæði fengu. Ef þrír hafa hlotið jöfn atkvæði, ræður hlutkesti um hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir hljóta báðir jafna atkvæðatölu skal hlutkesti ráða. Ef aðeins eru tilnefndir tveir félagar í embætti, er kosið um þá og hlutkesti látið ráða ef atkvæði falla jöfn. Ef tilnefndur er aðeins einn í embætti telst hann sjálfkjörinn.

Niðurstöður:
Verðandi forseti: Hallgrímur Jónasson með 44 atkv. Hjördís Guðbjörnsdóttir 1 atkv.
Ritari: Hjördís Guðbjörnsdóttir með 42 atkv. Guðbjartur Einarsson 2 atkv. Steingrímur Guðjónsson 2 atkv.
Gjaldkeri: Jón Auðunn Jónsson var sjálfkjörinn.
Stallari: Víðir Stefánsson, 44 með 44 atkv.

Vararitari: Sigþór Jóhannesson með 27 atkv., Steingrímur Guðjónsson, 8 atkv. Eyjólfur Sæmundsson ? atkv.
Varagjaldkeri: Guðbjartur Einarsson með 33 atk. Eyjólfur Sæmundsson 9 atkv. Sigurjón Pétursson 1 atkv.
Varastallari: Ingvar Geirsson með 37 atkv., Trausti Sveinbjörnsson, 4 atkv. Daníel Sigurðsson, 1 atkv.


Hfj_haus_01