Fréttir
Pétur Þorbjörnsson er látinn
Þann 30. júní sl. lést Pétur Þorbjörnsson. Pétur, sem var fæddur 6. október 1922, gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 21. desember 1972 en þá rak hann verslunina Málm. Hann var einn af heiðursfélögum klúbbsins frá 2. júlí 1998. Eftirlifandi eiginkona hans er Valgerður Sigurðardóttir. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar minnist Pétri með virðingu og söknuði og færir Valgerði og fjölskyldu samúðaróskir.