13.8.2002
Að leiðarlokum
Nú er meirihluti hópsins kominn heim með góðar minningar í farteskinu og eflaust eitthvað minna gagnlegt úr Mall of America. Það verður nokkur vinna að koma ferðatöskunni á tölvutækt form en hún verður svo sett upp hér á síðunni með myndum. Meðfylgjandi mynd er af hópnum við styttu Jóns Sigurðssonar við þinghúsið í Winnipeg. Með á myndinni l.t.v. er Neil Bardal heiðursræðismaður Íslands í Kanada.