20.5.2003
Viðeyjarferð
Ferðanefnd stóð fyrir mjög áhugaverðri ferð til Vieyjar 1. maí sl. Vel var til fundið að bjóða félögum okkar í Straumi með. Örlygur Hálfdánarson fræddi okkur um sögu Viðeyjar og gekk hann með okkur um eyjuna. Endað var í vatnstankinum, félagsheimili Viðeyingafélagsins þar sem dýrindis fiskisúpa beið ferðalanganna. Ásta og Gylfi áttu heiður af súpunni en ferðinni lauk með söngi undir kirkjuvegg og viðeyjarstofu á meðan beðið var eftir bátnum. Næsta sigling: Vestmannaeyjar!