Fréttir

14.3.2005

Björn Ólafsson er látinn

Félagi okkar, Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri lést á laugardaginn, 65 ára gamall. Björn gerðist rótarýfélagi í Rótarýklúbbi Húsavíkur ári 1967 og félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar 6. desember 1984. Hann var ritari í stjórn klúbbsins yfirstandandi starfsár og var einnig ritari á umdæmisþingi Rótarýs sl. sumar. Rótarýfélagar þakka Birni ánægjulega samveru og votta eiginkonu hans Elínu Jónsdóttur og fjölskyldu dýpstu samúðar.

Hfj_haus_01