Rótarýfélagar frá S-Afríku í heimsókn
Eru hér á landi 18.-29. júní í vinaheimsókn
Fern hjón frá Rotary Club of Paarl í S-Afríku www.paarlrotary.co.za heimsækja Ísland undir forystu þeirra Róberts Melax og Áslaugar Melax sem búa þar. Áslaug er í Franschhoek Valley Rotary Club en Róbert í Paarl Rotary Club.
Í hópnum eru Robert and Elsabe Koch, Gosse og Margaret Molenaar, Kevin og Lucia Sterling og Steyn og Gill Pienar.
Hópurinn heimsækir Rótarýklúbb Hafnarfjarðar, Rótarýklúbb Seltjarnarness, Rótarýklúbb Rvk-Austurbæ, Rótarýklúbb Selfoss og Rótarýklúbb Vestmannaeyj og gistir hópurinn á heimilum rótarýfélaga.
Hópurinn kemur til Hafnarfjarðar þriðjudaginn 19. júní eftir heimsókn í Bláa Lóninu með umdæmisstjóra og félögum í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar en fara héðan til Rótarýklúbbs Reykjavík-Austurbær um hádegi á miðvikudeginum.
Sigþór Jóhannesson, Eyjólfur Sæmundsson, Guðni Gíslason og Gunnhildur Sigurðardóttir undirbúa nú dagskrá fyrir hópinn en Guðni og Gunnhildur hafa boðist til að hýsa fólk. Vænst er þátttöku fleiri rótarýfélaga úr klúbbnum.
Robert og Elsabe Gosse og Margaret Kvein og Lucia
Steyn og Gill